Eins og áður hefur komið fram þá þurfti breski kaupsýslumaðurinn Vincent Tchenguiz að greiða Jóhannesi Rúnari, sem er formaður slitastjórnar Kaupþings, 310 milljónir í málskostnað, eftir að málinu var vísað frá dómi í Bretlandi. Tchenguiz þurfti einnig að greiða Kaupþingi 230 þúsund pund eða 32,5 milljónir.

Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins greiddi Kaupþing upphaflega málskostnað Jóhannesar Rúnars og rennur því greiðsla Tchenguiz aftur til Kaupþings.

Hægt er að lesa um málið hér .