Fari svo að Bandaríkin ákveði að standa ekki við skuldbindingar sínar þá mun það ekki hafa mikil áhrif á starfsemi íslenskra banka. Daníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans, sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2, gjaldeyrishöftin eiga þar hlut að máli enda alþjóðleg starfsemi íslensku bankanna nær engin.

Fram kom í umfjöllun fréttastofunnar forsvarsmenn íslenskra fjármálafyrirtækja fylgist grannt með þróun mála í Bandaríkjunum og hugsanlegs greiðslufalls landsins.

Daníel segir bandaríska ríkið eiga laust fé í tvær vikur. Líklegra sé að útgjöld verði skorin niður í stað þess að landið lýsi yfir gjaldþroti.