Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur samþykkt að tilkynna Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga að samningar við kröfuhafa bæjarins séu ekki í sjónmáli. Greiðslufall á skuldbindingum bæjarins blasir við að óbreyttu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá bæjarstjórninni. Svo gæti farið að fjárhaldsstjórn taki yfir fjármál Reykjanesbæjar.

Í viðtali við visir.ir segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, að bæjarstjórnin vilji halda áfram að reyna en treysti sér ekki til þess að gera það öðruvísi en að tilkynna nefndinni um stöðu mála.