Meirihluti þingmanna í Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykktu frumvarp um að auka lántökuheimild ríkisins með 74 atkvæðum gegn 26. Áður hafði frumvarpið verið samþykkt í fulltrúadeildinni með 269 atkvæðum gegn 161 atkvæði. Frestur til þess að hækka skuldaþakið rennur út á miðnætti í kvöld.

Með samþykkt frumvarpsins er greiðslufalli afstýrt. Frumvarpið kveður einnig á um að fjárlagahalli ríkisins verði minnkaður um rúmlega 2000 milljarða dala á næstu tíu árum.

Hvíta húsið í Washington DC.
Hvíta húsið í Washington DC.
© Gísli Freyr Valdórsson (VB MYND/GFV)
CNBC greinir frá að Barack Obama Bandaríkjaforseti mun staðfesta lögin um leið og þau berast honum.