Hagnaður Spalar ehf. eftir skatta á tímabilinu 1. október 2010 til 31. mars 2011 nam 37,1 milljón króna. Tap var á rekstri um 40,6 á sama tímabili í fyrra. Félagið á og rekur Hvalfjarðargöng. Í tilkynningu til Kauphallar segir að greiðslugeta félagsins undanfarin 5 ár hafi verið sterk.

Veggjald nam 375 milljónum króna fyrstu 6 mánuði ársins, til samanburðar við 356 milljónir árið áður. Rekstrarkostnaðuar Spalar án afskrifta fyrstu 6 mánuði ársins nam 145 milljónum og lækkar um tæpar 2 milljónir frá árinu áður.

Skuldir félagsins í lok mars námu 4.368 milljónir og hækkuðu úr 4.230 milljónum.

Uppgjör Spalar .