Viðskiptajöfnuður var hagstæður um 11,1 milljarð króna á fyrsta ársfjórðungi 2017 samanborið við 44,6 milljarða fjórðunginn á undan. Vöruskiptafjöfnuður var óhagstæður um 35,1 milljarð en þjónustujöfnuður var hagstæður um 43,1 milljarð. Jöfnuður frumþáttatekna var hagstæður um 8,7 milljarða en rekstrarframlög óhagstæð um 5,5 milljarða.

Þetta kemur fram í bráðabirgðayfirliti Seðlabanka Íslands um greiðslujöfnuð á fyrsta ársfjórðungi þessa árs og stöðu þjóðarbúsins í lok ársfjórðungsins.

Samkvæmt yfirlitinu námu erlendar eignir þjóðarbúsins 3.909 milljörðum króna í lok ársfjórðungsins en skuldir 3.817 milljörðum. Hrein staða við útlönd var því jákvæð um 91 milljarð króna. eða sem nam 3,7% af vergri landsframleiðslu og batnaði um 48 milljarða eða sem nam 2% af Vergri landsframleiðslu, á milli ársfjórðunga.