Þrátt fyrir að bylting hafi orðið í fréttaflutningi á netinu, þá hafa flestir vanist því að fá þær ókeypis, sem hefur ekki gert rekstur netmiðla auðveldari en hefðbundnu miðlanna, sem þeir hafa að miklu leyti skákað.

Hefðbundnir fjölmiðlar hafa þó í auknum mæli verið að rukka fyrir aðgang að netútgáfum sínum, en lesendur misviljugir að borga. Það hefur þó aukist eilítið að undanförnu og í Bandaríkjunum varð kjör Trumps Bandaríkjaforseta til verulegrar og varanlegrar aukningar á því. Nú er Apple News gáttin svo að byrja í Evrópu og því vonir um auknar tekjur fjölmiðla þar.