Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu sex mánuði ársins liggur nú fyrir. Handbært fé frá rekstri batnaði verulega á milli ára og var jákvætt um 37,9 milljarða króna, samanborið við neikvætt handbært fé upp á 30,3 milljarða króna árið 2015. Þetta kemur fram á síðu Fjármála- og Efnahagsráðuneytisins.

Skýrist þetta að stærstum hluta með tekjum af stöðuleikaframlögum á árinu 2016, en þær námu 68 milljörðum króna á fyrri helmingi ársins. Handbært fé lækkaði um 79,5 milljarða, samanborið við lækkun um 37,1 milljarð á árinu 2015. Lækkunina má rekja til afborgana lána sem námu 124,9 milljörðum á tímabilinu.