Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir árið 2014 liggur nú fyrir en í aðalatriðum gefur það upplýsingar um afkomu ríkissjóðs á grundvelli innheimtra tekna og greiddra gjalda.

Handbært fé frá rekstri var jákvætt um tæpa 85 milljarða króna en var neikvætt um 13,9 milljarða á árinu 2013.

Fjárlög ársins gerðu ráð fyrir að innheimtar tekjur næmu 592,7 milljörðum og gjöld á greiðslugrunni 604,4 milljörðum króna og að handbært fé frá rekstri yrði jákvætt um 1,6 milljarða. Raunin varð sú að tekjur námu samtals 665,8 milljörðum króna og gjöld námu 629,5 milljörðum og handbært fé frá rekstri nam, eins og áður segir, 85 milljörðum króna.

Skýrist það af viðskiptahreyfingum sem námu nettó 48,7 milljörðum króna, en þar munar mest um niðurfærslu verðtryggðra húsnæðislána.

Nánar er hægt að lesa um greiðsluafkomu ríkissjóðs hér .