Óttar Yngvason, stjórnarmaður í félaginu Alþýðuhús Reykjavíkur ehf., segir enga skráningarskyldu á stærstu hluthöfum félagsins. Þær upplýsingar verði ekki veittar. Þetta kemur fram í frétt Morgunblaðsins í dag.

Samkvæm vefsíðu Samfylkingarinnar er aðalskrifstofa flokksins með aðsetur á 2. hæð á Hallveigarstíg 1. Fram kemur í fasteignarskrá að eignarhald fasteignarinnar skiptist milli fjögurra aðila. Þeir eru Paras ehf., Reitir I ehf., Félagsbústaðir hf. og Alþýðuhús Reykjavíkur ehf. og Sigfúsarsjóður sem eiga 393 fermetra skrifstofuhúsnæði á 2. hæð.

Fram kemur í ársreikningi Alþýðuhúss Reykjavíkur ehf. 2014 að Fjalar sjálfseignarfélag á 41,1% hlut, Fjölnir sjálfseignarfélag  á 40,66% hlut, Alþýðuflokkurinn - jafnaðarmannaflokkur Íslands á 1,57% hlut og þrír stjórnarmenn er með 1,18% hlut hver. Þeir eru Ásgeir Guðmundur Jóhannesson, Pétur Jónsson og Óttar Magnús Yngvason.

Félögin Fjalar og Fjölnir eru skráð með erlendar kennitölur og heimili í „öðrum löndum“ . Þær upplýsingar fengust hjá Ríkisskattstjóra að félögin finnist ekki í skrám embættisins. Þá var bent á að hugtakið „sjálfseignarfélag“ sé hugtak sem Ríkisskattstjóri noti ekki.

Í greininni kemur fram að eignarhald hafi því virst óljóst og af því tilefni hafi verið haft samband við stjórnarmenn í Alþýðuhúsi Reykjavíkur. Óttar Yngvason svaraði því til að um einhverskonar rugl í tölvukerfi væri að ræða og það væri ekki í öðrum löndum. Sagði hann félögin ekki vera skráð vegna þess að þau væru ekki skráningarskyld, né þurfi þau kennitölu og að heimillisfang félaganna væri það sama og Alþýðuhússins í bili. Aðspurður um hvort að hann væri sem stjórnarmaður í Alþýðuhúsi Reykjavíkur í forsvari fyrir þessi tvö félög svarði hann að hann gæti verið í forsvari fyrir hvaða félag sem er.

Óttar sagðist lok ekki vilja gefa upp um það í bili hvert heimilisfang félaganna væri en sagði þó að það væri ekki við Hallveigarstíg 1. Hallveigarstígur 1 komi þessum félögum ekkert við.