Tölvupóstsamskipti Hannesar Smárasonar, lögmanna FL Group og Fons og lykilstjórnenda FL Group sem áttu sér stað í lok árs 2006 sýna að Hannes vildi alls ekki að áreiðanleikakönnun færi fram á þeim eignum sem Fons hugðist leggja inn í Northern Travel Holding (NTH).

Á tölvupóstsamskiptunum má  einnig ráða að ákveðnir lykilstjórnendur FL Group hafi verið að gera grín að Hannesi, forstjóra félagsins, og viðbrögðum hans.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í greinaflokki um NTH-viðskiptin sem birst hefur í Viðskiptablaðinu undanfarnar tvær vikur. Þriðji og síðast hluti greinaflokksins mun birtast næstkomandi fimmtudag.

Hluti póstanna mun verða birtur á heimasíðu Viðskiptablaðsins á næstu dögum.

Tölvupóstur 1.

Frá:  Hannesi Smárasyni

Til: Gunnar Sturlusonar hrl. og Einars Þórs Sverrissonar

Afrit: Einar Þorsteinsson, Jón Sigurðsson, Árni Sigurjónsson hdl., Bernhard Bogason

Sent: 21. desember 2006 klukkan 00:23

Efni: RE: Project Muninn – uppfærð skjöl

Er  þetta nú ekki óþarfi?? Skile ekki þessi komment. Við erum ekki að far í DD á þessar eignir, gengur ekki kv HS

Tölvupóstur 2.

Frá:  Bernhard Bogasyni

Til: Jóns Sigurðssonar

Sent: 21. desember 2006 klukkan 00:27

Efni: RE: Project Muninn – uppfærð skjöl

Er þetta okkar maður eða ? kannski sent frá Holtinu

_____________________________

Ítarlega er fjallað um málið í síðasta tölublaði Viðskiptablaðsins þar sem annar hluti úttektar um NTH viðskiptin birtist. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .