Bankaráð Seðlabankans þarf lengri frest til að skila inn greinargerð sinni til forsætisráðherra vegna hins svokallaða Samherjamáls.

Líkt og kunnugt er óskaði Katrín Jakobsdóttir eftir greinargerð frá bankaráði Seðlabanka Ísland um rannsókn á meintum brotum Samherja á gjaldeyrislögum.

„Á fundi bankaráðs föstudaginn 14. þessa mánaðar var formanni ráðsins falið að rita forsætisráðherra og greina henni frá því að ráðið þyrfti frekari frest til að svara erindi hennar vegna svokallaðs Samherjamáls. Vonir standa til þess að hægt verði að ganga frá svari ráðsins til forsætisráðherra í upphafi nýs árs," segir á heimasíðu Seðlabankans.