Greinargerðir lögmanna sakborninga í máli sérstaks sak­sóknara gegn Hreiðari Má Sigurðssyni, Sig­urði Einarssyni, Ólafi Ólafssyni og Magnúsi Guðmundssyni verða lagðar fram þann 1. október næstkom­andi. Málið gegn fjórmenningunum var þingfest í mars síðastliðnum og hafa lögmenn fjór­menninganna því haft tæpa sjö mánuði til að vinna að greinargerðunum.

Þegar greinargerðirnar hafa verið lagðar fram veitir dómari saksóknara frest til að fara yfir þær og að gagnaöflun lokinni er dagsetning ákveðin fyrir aðalmeð­ferð málsins. Miðað við umfangið er ekki gefið að dómur falli í málinu fyrir áramót.