Sprotafyrirtækið Rofar Technol ogy var stofnað á dögunum af þeim Haraldi Þorkelssyni, Agli Gauta Þorkelssyni, Elvari Erni Þormar og Páli Elvari Pálssyni. Tilgangur félagsins er þróun á orkusparandi snjallrofum en þeir félagar ætla sér stóra hluti með fyrirtækinu á næstu árum.

„Heimili framtíðarinnar eru að fara að vita meira um okkur en við um þau. Gervigreind er að færast inn í allan aðbúnað og hugbúnað og tæki eru farin að vinna meira saman að öllu leyti. Hlutverk okkar er að stíga þetta skref inn á heimilið með því að færa greind inn í ljósarofa,“ segir Páll Elvar Pálsson, framkvæmdastjóri félagsins.

Nýlega var fyrirtækið valið til að taka þátt í Startup Energy Reykjavík viðskiptahraðlinum.  „Næsta skref er enn örari þróun á hugbúnaðinum og vélbúnaðinum. Þetta er rosalega góð mótunarvinna sem við fáum í gegnum hraðalinn,“ segir Páll Elvar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .