Lars Christensen, hagfræðingur og forstöðumaður greiningardeildar Danske Bank, kynnir í dag nýja skýrslu um horfur í efnahagsmálum Íslands á fundi VÍB, eignastýringar Íslandsbanka.

Í skýrslunni um Ísland kemur fram að efnahagur landsins sé á batavegi og landsframleiðsla vaxi um 3 til 4% á næstu tveimur til þremur árum. Verðbólga mun áfram lækka og verður undir 2,5% markmiði Seðlabanka Íslands á næstu þremur árum. Einkaneysla mun aukast um 3% á árinu en hægar á næstu árum. Atvinnuleysi mun þó áfram haldast hátt, að því er segir í skýrslunni, eða í kringum 10%.

Í skýrslunni er tekið fram að forsenda sé fyrir um 25% styrkingu krónunnar á næstu þremur árum.

Hér til hliðar má sjá tengdar fréttir.