Greining Glitnis spáir 0,7% hækkun vísitölu neysluverðs (VNV) á milli mánaða, sem jafngildir 18,7% verðbólgu undanfarna 12 mánuði.

Þetta kemur fram í Morgunkorni Glitnis í morgun en Hagstofan birtir í fyrramálið vísitöluna fyrir janúar.

„Eins og jafnan í janúar munu togast á gagnstæðir kraftar útsöluáhrifa sem virka til lækkunar, og verðskrárhækkana hjá hinu opinbera og víðar sem hækka neysluútgjöld almennings,“ segir í Morgunkorni Glitnis.

„Þar við bætast áhrif af gengisfalli krónu á síðasta þriðjungi nýliðins árs sem enn eru að skila sér í hækkun á verði innfluttra neysluvara og auknum framleiðslukostnaði á hinum innlendu.“

Sjá nánar Morgunkorn Glitnis.