Í Morgunkorni Glitnis er birt nýtt verðmatsgengi Greiningar Glitnis á Icelandair en það er 26,7 krónur á hlut. Það er lækkun frá fyrra verðmati í maí síðastliðnum sem var 29,7 krónur á hlut. Verðmatsgengið er 2,9% undir gengi á markaði (27,5).

Markgengi (e. target price) er 30,0 krónur á hlut. Markgengi er spá Greiningarinnar um hvar gengi bréfa í félaginu standi að 12 mánuðum liðnum. Gengið er lækkað frá því í maí (32,0 krónur á hlut). Í Morgunkorninu segir að lækkað verðmats- og markgengi stafar af því að nú liggur fyrir að afkoma ársins 2007 verður lakari en fyrri spá sagði til um. Greiningin telur að horfur fyrir flugreksturinn fyrir næstu ár ekki eins bjartar og áður.