Greining Íslandsbanka spáir því að Seðlabankinn muni halda stýrivöxtum sínum óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunarfundi, sem verður 12. febrúar næstkomandi.

Greining Íslandsbanka telur hins vegar að tónninn í yfirlýsingu nefndarinnar muni mildast en undanfarið hefur verið þar vaxtahækkunartónn. Reiknar Greining með því að nefndin haldi stýrivöxtum bankans óbreyttum út þetta ár líkt og raunin var á síðastliðnu ári.

Greining Íslandsbanka segir að ef spáin rætist verði þetta lengsta tímabil óbreyttra vaxta bankans um áratuga skeið. Þetta sé breyting frá okkar fyrri spá, en þar til nú hefur Greining verið á því að bankinn myndi hækka stýrivexti sína í ár.