Aðgerðir Seðlabankans tryggja ekki aðgengi íslenskra banka að lausafé í erlendum gjaldeyri og leysa þar með ekki þann vanda sem skapast hefur á gjaldeyrisskiptamarkaði og rekja má til hækkandi áhættuálags á alþjóðlegum fjármálamörkuðum.

Engu að síður hafa aðgerðir bankans þegar leitt til töluverðrar hækkunar vaxta á innanlandsmarkaði og styrkingar krónunnar. Þetta kemur fram í Vegvísi Landsbankans.

Seðlabankinn hlýtur nú að íhuga aðgerðir til að greiða fyrir aðgengi íslenska bankakerfisins að lausafé í erlendri mynt og auka þannig stöðugleika fjármálakerfisins, segir í Vegvísi í umfjöllun um stýrivaxtahækkun Seðlabankans.