Þrátt fyrir að of snemmt sé að dæma um hvort varanlegur viðsnúningur sé að eiga sér stað á hlutabréfamörkuðum, er ljóst að inngrip hins opinbera á fjármálamarkaði fylla fjárfesta bjartsýni og draga úr óöryggi. Þetta kemur fram í Vegvísi Landsbankans í dag.

Þjóðnýting Northern Rock, útvíkkun skilgreininga á veðhæfni eigna í endurhverfum viðskiptum og neyðarlán bandaríska seðlabankans til Bear Stearns eru allt aðgerðir sem greiningardeild Landsbankans telur jákvæðar. „Þær aðgerðir sem hér hafa verið taldar upp sýna að stærstu seðlabankar heims eru tilbúnir til að ganga mjög langt til að koma í veg fyrir að núverandi fjármálakreppa valdi meiri skaða en orðið er," segir í Vegvísi.