Eins og greint var frá í morgun ákvað Icelandair Cargo, dótturfélag Icelandair Group að falla frá samningi um kaup og leigu á fjórum A330-200  fraktvélum frá Avion Aircraft Trading.

Greiningadeild Landsbankans segir Icelandair Cargo skynsamlega en samkvæmt tilkynningu frá Icelandair Group var þessi ákvörðun tekin til þess að draga úr áhættu á rekstri félagsins og telja forsvarsmenn Icelandair Group óráðlegt að taka svo stóra skuldbindingu vegna óvissu í efnahagsmálum.

„Sá mikli vöxtur sem stefnt var að með komu vélanna var mjög metnaðarfullur og hefði kallað á mikla fjárbindingu og breytingu í rekstri.  Þrátt fyrir að markaðurinn hafi verið til staðar, verður að teljast jákvætt að félagið taki þessa ákvörðun sérstaklega í ljósi stöðu á fjármálamörkuðum í dag,“ segir í Vegvísi Landsbankans.

Avion Aircraft Trading sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem félagið furðaði sig á ákvörðun Icelandair Cargo og sagði alvarlegt að „gengið væri frá borðinu á síðustu stundu.