Greiningardeild Íslandsbanki telur líklegt að einkavæðing Símans ?kalli á auknar kröfur um útgjaldaaukningu ríkissjóðs og/eða lækkun skatta." Bankinn segir að salan á Símanum geti dregið úr aðhaldi ríkisfjármála og þannig aukið þenslu í hagkerfinu.

?Líkur eru þannig á að einkavæðingin dragi úr aðhaldi í ríkisfjármála og að merki þess verði sýnileg m.a. í því frumvarpi til fjárlaga sem nú er í vinnslu hjá fjármálaráðuneytinu og lagt verður fram á þingi í byrjun október. Þar má búast við minni afgangi en ella hefði verið. Með þessum hætti er einkavæðingin einnig þensluhvetjandi.," segir í Morgunkorni Íslandsbanka.

Skipti-hópurinn undirritaði kaupsamning um sölu ríksisins á Símanum í síðustu viku. Kaupverðið er 66,7 milljarðar króna og segir greiningardeild Íslandsbanka að greitt verði fyrir Símann í þremur gjaldmiðlum ? íslenskum krónum, Bandaríkjadölum og evrum.

Greiningardeild Íslandsbanka segir að einkavædd fyrirtæki verði verðmætari og þannig hagnist kaupendur á einkavæðingunni. ?Benda má á einkavæðingu bankanna sem gott dæmi um þetta. Hluti af þessum ábata leitar út í neyslu og aukna innlenda eftirspurn. Einkavæðing Símans er þannig til þess fallin að auka við þenslu þó svo að eðli málsins samkvæmt sé hún einfaldlega færsla á eignum á milli aðila," segir greiningardeildin.

Í Morgunkorninu segir það nokkru máli skipta hvernig kaupin á Símanum eru fjármögnuð og hafi þannig áhrif á gengi krónunnar og hagkerfið í heild sinni. ?Með því að auka neyslu og draga úr aðhaldi í ríkisfjármálum er líklegt að einkavæðingin hækki raungengi krónunnar um hríð a.m.k. Er hér líklega komin ástæðan fyrir hluta af hækkun gengis krónunnar að undanförnu," segir greiningardeildin.