Greiningardeild Kaupþings spáir 1,1% verðbólgu í júní. 12 mánaða verðbólga verður því í kringum 13%.

Framundan eru útsölumánuðir sem munu hægja á mánaðarhækkunum.

Telur greiningardeildin að áframhaldandi gengisveiking geti stuðlað að frekari verðhækkunum.

Verðþróun á eldsneyti skilar mestu til hækkunar vísitölu neysluverðs í júní segir greiningardeildin, en þetta kemur fram í hálf fimm fréttum Kaupþings.