Jafnvel þótt ekki sé búið að gefa út yfirlýsingar um aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og upphæðir erlendra skuldbindinga sem ríkið mun að einhverju leyti þurfa að standa skil á er samt fyrirsjáanlegt að herða þurfi aðhald í ríkisútgjöldum.

Þetta kemur fram í Hálffimm fréttum Kaupþings.

Þar segir að tekjuafkoma ríkissjóðs hafi verið með eindæmum góð undanfarin ár og var áætlað að mæta niðursveiflu í efnahagslífinu á næsta ári með auknum ríkisútgjöldum og 57 milljarða króna halla á ríkissjóði í lok næsta árs.

„Nú leggjast margir nýir kostnaðarliðir á ríkissjóð ásamt því að tekjur minnka sökum niðursveiflu í efnahagslífinu,“ segir Greiningardeild Kaupþings í Hálffimm fréttum.

„Líklegt er að við því verði brugðist með blöndu af niðurskurði í ríkisfjármálum og skattahækkunum sem munu enn frekari áhrif á tekjur og kaupmátt landsmanna.“