Financial Times hefur, í samstarfi við StarMine, birt niðurstöður árlegrar könnunar StarMine á frammistöðu greiningardeilda banka í Evrópu á árinu 2007. StarMine mælir frammistöðu bankanna með því að bera saman þau hlutabréf sem greiningardeildirnar mæla með og afkomuspár þeirra og útkomu þessara þátta á árinu.

Greiningardeild Landsbanka Kepler, sem er fjárfestingabanki í eigu Landsbanka Íslands, skorar hæst greiningardeilda sem tengdar eru Íslandi. Greiningardeild Landsbanka Kepler er í verðlaunasæti, þ.e. einu af þremur efstu sætum, yfir þær greiningardeildir sem stóðu sig best í Evrópu í sjö undirflokkum. Þau sjö verðlaunasæti skila Landsbanka Kepler í 10. sæti yfir þá sem flestum verðlaunasætum náðu í könnuninni fyrir frammistöðu sína á árinu.

Greiningardeild eQ Bank, sem er finnskur banki í eigu Straums Burðaráss, náði verðlaunasæti í einum undirflokki.