Hagstofa Íslands birti í morgun tölur um vísitölu neysluverðs í janúar. Þar kom fram að vísitalan lækkaði um 0,71% frá fyrri mánuði og mælist verðbólga nú 0,8%.

Áhugavert er að skoða hvernig greiningardeildir spáðu breytingu vísitölunnar, en engin þeirra hitti á rétta prósentulækkun. Íslandsbanki var þó næst því að hitta á rétta prósentulækkun, en hún spáði 0,9% lækkun vísitölunnar (0,2% skekkja).

Greiningardeild Arion banka spáði 1,0% lækkun vísitölunnar (0,3% skekkja), en IFS greining og greiningardeild Landsbankans voru fjærst réttri niðurstöðu. Spáðu þau lækkun upp á 1,1% og nam skekkjan því 0,4%.