Á morgun mun hátæknifyrirtækið Össur birta uppgjör sitt fyrir fjórða ársfjórðung, sem og fyrir árið 2006 í heild. Greiningardeildir bankanna spá tapi hjá félaginu.

Spá Greiningardeildar Kaupþings fyrir fjórða ársfjórðung gerir ráð fyrir að tekjur Össurar verði 64,5 milljónir bandaríkjadala eða 4,5 milljarður króna og EBITDA upp á 4,8 milljónir dala og að tap fjórðungsins verði því 3 milljónir dala.

Undir lok fjórðungsins keypti félagið franska stuðningstækjafyrirtækið Gibaud en áætlað er að kaupin auki veltu Össurar um 20%. Samfara kaupunum kom fram að framlegð á fjórða fjórðungi yrði lægri en fyrri áætlanir höfðu gert ráð fyrir, en spá greiningardeildar Landsbankans  gerir ráð fyrir að framlegð fjórðungsins verði 17,3% án óreglulegra liða.

Greiningardeild Landsbankans býst við að tekjur fjórðungsins nemi 62,7 milljónir dala eða heldur lægri spá en hjá Kaupþing og tap eftir skatta verði 4,5 milljónir dala. Þeir telja erfitt er að áætla skatta félagsins vegna skattinneignar þess.