Ímark-dagurinn, verðlauna- og uppskeruhátíð íslensks auglýsinga- og markaðsfólks, var haldinn á föstudaginn fyrir viku. Eins og venjulega var þangað fenginn fjöldi áhugaverðra fyrirlesara frá útlöndum sem fjölluðu um helstu strauma og stefnur í markaðsmálum í heiminum.

Einn þeirra var Henry Mason, yfirmaður rannsókna- og greiningar hjá trendwatching.com, fyrirtækis sem fylgist með leitni og tískustraumum í vöruþróun, auglýsingum, markaðsmálum og nær öllu því sem skipt getur máli fyrir fyrirtæki.

„Við erum um það bil tíu ára gamalt fyrirtæki núna og höfum byggt upp mjög sterkan gagnabanka af straumum og stefnum,“ segir Mason. „Það höfum við gert með því að nýta okkur krafta um eitt þúsund útsendara sem við höfum á okkar snærum um heim allan. Þeir senda okkur upplýsingar um hvað er að gerast í viðkomandi landi. Á það jafnt við um auglýsingaherferðir, nýjar vörur eða almenna umræðu. Við færum þessar upplýsingar allar í gagnabankann og höfum augun opin fyrir því hvort eitthvað nýtt sé að gerast sem eigi almenna skírskotun. Ef svo er sendum við viðskiptavinum okkar þessar upplýsingar.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.