Greipur Gíslason
Greipur Gíslason

Greipur Gíslason, verkefnastjóri HönnunarMars síðastliðinn fimm ár, hefur sagt upp hjá Hönnunarmiðstöð og mun hann taka við nýrri stöðu hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands. Fram kemur í Markaðnum , fylgirtiti Fréttablaðsins, að verkefni Greips verði á markaðs- og kynningarsviði með áherslu á ný verkefni.

Bent er á það í blaðinu að veturinn 2009-2010 leysti Greipur tónleikastjóra Sinfóníuhljómsveitarinnar afi samhliða starfi sínu fyrir HönnunarMars. Greipur var líka verkefnastjóri fyrstu Tectonics-tónlistarhátíðar Sinfóníuhljómsveitarinnar fyrir tveimur árum.