Sex stórir bankar í Bandaríkjunum hafa sett fram áætlun sem ætlað er að létta róður fólks sem á í greiðsluerfiðleikum vegna húsnæðislána. Bankarnir sem um ræðir eru  Bank of America, Citigroup, Countrywide Financial, JP Morgan Chase, Washington Mutual og Wells Fargo.

Samkvæmt áætluninni sem kallast “Líflína” fær fólki sem á í greiðsluerfiðleikum vegna húsnæðislánakrísunnar í Bandaríkjunum 30 daga viðbótarfrestur til að semja um endurfjármögnun lánanna.