Alls námu heildargreiðslur Tryggingastofnunar 70 milljörðum króna á árinu 2004 eða um það bil fjórðungi af áætluðum ríkisútgjöldum. Greiðslur vegna lífeyristrygginga og bóta vegna félagslegrar aðstoðar námu um helmingi fjárhæðarinnar, 35 milljörðum króna. Þetta kemur fram í ársreikningi Tryggingastofnunar.

Greiðslur stofnunarinnar á grundvelli laga um almannatryggingar, laga um félagslega aðstoð og laga um sjúklingatryggingu námu alls 51 milljarði króna á síðasta ári. Að viðbættum greiðslum vegna fæðingarorlofssjóðs námu greiðslur Tryggingastofnunar tæpum 58 milljörðum króna. Greiðslur til öldrunar- og endurhæfingarstofnana námu samtals 12 milljörðum króna. Þannig annast Tryggingastofnun greiðslur á 70 milljörðum af ríkisútgjöldum en það samsvarar um fjórðungi áætlaðra útgjalda ríkissjóðs á síðasta ári.

Af einstaka útgjaldaflokkum varð hlutfallslega mest hækkun vegna sjúkratrygginga eða þreföldun. Á síðasta ári greiddi Tryggingastofnun Ríkisins 37,6 milljónir króna vegna sjúkratryggingar á móti 12,6 milljörðum árið 2003.