Kaupþing hefur tilkynnt útrgreiðsluhlutfall úr peningamarkaðs- og skammtímasjóði sínum.

85,3% inneignar í peningamarkaðssjóði verður greidd út en útgreiðsluhlutfall skammtímasjóðs er 75,1%.

Peningarnir voru greiddir inn á vörslureikning í nafni eiganda hlutdeildarskírteinis í sjóðunum.

Skammtímasjóður Kaupþings fjárfesti aðallega í víxlum og skuldabréfum til skamms tíma útgefnum af fjármálastofnunum, fyrirtækjum, sveitarfélögum og íslenska ríkinu, samkvæmt upplýsingum af heimasíðu bankans.

Peningamarkaðssjóður fjárfesti aðallega í víxlum og skuldabréfum til skamms tíma útgefnum af fjármálastofnunum, fyrirtækjum og íslenska ríkinu.