*

miðvikudagur, 24. febrúar 2021
Fólk 3. ágúst 2020 17:28

Gréta María í stjórn Arctic Adventures

Gréta María Grétarsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Krónunnar, tók í sumar sæti í stjórn Arctic Adventures.

Ingvar Haraldsson
Gréta María Grétarsdóttir.

Gréta María Grétarsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Krónunnar, tók í sumar sæti í stjórn Arctic Adventures. Gréta María lét af störfum sem framkvæmdastjóri Krónunnar í vor. Síðan þá hefur hún jafnframt tekið við sem stjórnarformaður nýstofnaðs Matvælasjóðs.

Sjá einnig: Arctic Adventures með augun á Klettafjöllunum

Davíð Másson, fjárfestir og einn stærsti hluthafi Arctic Adventures, er formaður stjórnar. Auk þeirra eiga Einar Pálmi Sigmundsson, fulltrúi Freyju fjárfestingafélags Ólafur Jóhannesson, fulltrúi ITF, og Kári Björnsson, sæti í stjórninni.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér