*

miðvikudagur, 28. október 2020
Fólk 24. september 2020 11:45

Gréta María ráðgjafi hjá indó

Gréta, sem situr í stjórn Matvælasjóðs og Arctic Adventures, mun sinna ráðgjafastörfum fyrir indó.

Ritstjórn
Gréta María sagði upp sem framkvæmdastjóri Krónunnar í vor.

Gréta María Grétarsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Krónunnar, sinnir ráðgjafastörfum fyrir fjártæknifyrirtækið indó, meðal annars stefnumótun viðskiptavina. Hún er ekki fastráðinn starfsmaður félagsins.

Gréta María lét af störfum sem framkvæmdastjóri Krónunnar í vor, en í sumar tók hún sæti í stjórn Arctic Adventures, og var skipuð stjórnarformaður nýstofnaðs Matvælasjóðs.