Gréta María Grétarsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Krónunnar, hefur ráðið sig til sjávarútvegsfyrirtækisins Brims. Þar mun hún gegna stöðu framkvæmdastjóra nýsköpunar, samfélagsábyrgðar og fjárfestatengsla. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.

„Það er ánægjulegt að fá Grétu Maríu til liðs við okkur. Reynsla hennar og áherslur munu hjálpa okkur að efla starfsemi okkar og festa Brim í sessi sem leiðandi sjávarútvegsfyrirtæki,“ er haft eftir Guðmundi Kristjánssyni forstjóra Brims í tilkynningunni.

„Ég er mjög ánægð að vera komin til Brims og hlakka til að taka þátt í áframhaldandi uppbyggingu á einu af öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki landsins. Brim hefur verið leiðandi í umhverfismálum og við munum halda áfram að starfa í sátt við umhverfið og samfélagið. Við munum einnig leggja okkar af mörkum við að styðja við verðmætasköpun í bláa hagkerfinum með öflugri rannsóknar og þróunarvinnu,“ segir Gréta María.

Gréta María er með víðtæka reynslu úr at­vinnu­líf­inu. Hún var fram­kvæmda­stjóri Krón­unn­ar þar til í vor og áður fjár­mála­stjóri Festi. Gréta hlaut Viðskipta­verðlaun Viðskipta­blaðsins og Frjálsr­ar versl­un­ar árið 2019 fyr­ir áherslu á um­hverf­is- og lýðheilsu­mál í störf­um sín­um hjá Krón­unni. Hún býr einnig að reynslu úr banka­kerf­inu og upp­lýs­inga­tækni­geir­an­um. Hún hef­ur setið í fjöl­mörg­um stjórn­um og einnig sinnt kennslu við verk­fræðideild Há­skóla Íslands og við MPM nám í verk­efna­stjórn. Gréta lauk meistaragráðu í verk­fræði frá Há­skóla Íslands 2008.