Tölur yfir 25 helstu viðmælendur Ríkisútvarpsins frá áramótum eru nokkuð einsleitar. Fyrstu 13 menn á listanum eru á þingi, en alls eru 19 þingmenn á þessum 25 manna lista.

Af þeim sex, sem eftir eru, eru þrír einnig í stjórnmálum, forsetarnir Grímsson og Obama, auk Mitt Romney. Tveir ekki víðs fjarri  stjórnmálum, en það eru þeir Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ og Már Guðmundsson Seðlabankastjóri.

Söngkonan Greta Salóme Stefánsdóttir er sú eina á listanum, sem ekki er í stjórnmálum. Til hægðarauka eru súlur þingmannanna litaðar eftir því hvort þeir eru í stjórn eða stjórnarandstöðu, en aðrar eru gráar. Þarna eru 14 stjórnarþingmenn, en 5  stjórnarandstæðingar. Nú hefur framkvæmdavaldið auðvitað betri aðgang að hljóðnemum en aðrir, en er þetta ekki fullmikill munur?

Tölfræði fjölmiðla
Tölfræði fjölmiðla