NPI (Nordic Patent Institude) hefur ráðið Grétar Ingi Grétarsson sem aðstoðarforstjóra stofnunarinnar. Grétar er lögfræðingur að mennt og starfaði á Einkaleyfastofunni frá árinu 2002 til loka mars 2008 þar sem hann meðal annars tók þátt í stofnun NPI.  Lone Hartung Nielsen hefur verið ráðin sem forstjóri NPI. Þau munu taka við stjórninni af Niels Ravn sem hefur óskað eftir lausn frá störfum frá og með 1. febrúar 2010.

NPI tók til starfa 1. janúar 2008 og eru Ísland, Noregur og Danmörk aðilar að stofnunni. Helstu verkefni NPI eru nýnæmisrannsóknir og forathuganir á alþjóðlegum PCT einkaleyfisumsóknum. Þá gerir NPI margs konar leitir fyrir einstaklinga og fyrirtæki t.d. kannar NPI hvaða einkaleyfi á tilteknu tæknisviði séu í gildi, hverjir séu helstu samkeppnisaðilar og hvort uppfinning sé ný.