Gengið hefur verið frá samningum um kaup nýstofnaðs félags, Fjárfestingarfélagsins Grettis hf. á 16,30% hlutafjár í Straumi Fjárfestingarbanka hf. Seljendur eru Tryggingamiðstöðin hf., sem selur 9,22% hlut og Landsbanki Íslands hf. Reykjavík, sem selur 7,08% hlut. Fjárfestingarfélagið Grettir hf. er nýstofnað hlutafélag í eigu Tryggingamiðstöðvarinnar hf., Landsbanka Íslands hf., sem hvort um sig eiga 49,75% hlutafjár, og Stefáns I. Bjarnasonar sem á 0,5% hlutafjár.

Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki Fjármálaeftirlitsins fyrir því að Fjárfestingarfélagið Grettir hf. eignist virkan eignarhlut í Straumi Fjárfestingarbanka hf.

Fyrir viðskiptin átti Tryggingamiðstöðin hf. 498.000.000 kr. af nafnverði hlutafjár í Straumi Fjárfestingarbanka hf., eða 9,22% af heildarhlutafé félagsins. Við viðskiptin selur Tryggingamiðstöðin hf. allan eignarhlut sinn í Straumi Fjárfestingarbanka hf.

Fyrir viðskiptin átti Landsbanki Íslands hf. kr. 382.136.531 af nafnverði hlutafjár í Straumi Fjárfestingarbanka hf., eða 7,08% af heildarhlutafé félagsins. Við viðskiptin selur Landsbanki Íslands hf. allan eignarhlut sinn í Straumi Fjárfestingarbanka hf.