Fjárfestingarfélagið Grettir hefur keypt í Icelandic Group fyrir um 484 milljónir króna, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni. Um er að ræða 57.582.018 hluti, keypta á genginu 8,4.

Á sama tíma er tilkynnt um að Ellert Vigfússon, framkvæmdastjóri Icelandic USA & Asia, hafi selt í Iceland Group fyrir um 392 milljónir króna. Um er að ræða 46.655.880 hluti. Og að S.A. Park, framkvæmdastjóri Icelandic Asia Inc., hafi selt fyrir 87,6 milljónir króna í félaginu. Um er að ræða 10.426.005 hluti.

Samkvæmt hluthafaskrá er Landsbanki Luxembourg stærsti hluthafinn með 22,55% í Icelandic Group,
Blátjörn er þriðja stærsti hluthafinn með 12,85% og fjárfestingarfélagið Grettir er sjöundi stærsti hluthafi Icelandic Group með um 3,76%.

Eigendur Fjárfestingafélagsins Grettis eru: Sund ehf. (49,05%), Sund ehf. er í eigu Gunnþórunnar Jónsdóttur, Jóns Kristjánssonar og Gabríellu Kristjánsdóttur að jöfnu. Ópera Fjárfestingar ehf. (20,6%). Ópera Fjárfestingar ehf. eru eign Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thor Björgólfssonar að jöfnu. Hansa ehf. ( 28,51%). Hansa ehf. er eign Björgólfs Guðmundssonar. Aðrir hluthafar (1,84%)

Blátjörn, sem er í eigu Sunds (49%) Hansa (24,5%), Novator (24,5%) og Hersis-ráðgjafar og þjónustu ehf. (2%).