Árlegt útiboðsþing er haldið í dag og hefst á Grand Hótel Reykjavík klukkan 13.00. Meðal stærstu mála sem þar verða kynnt er stóraukið fé til vegaframkvæmda á þessu ári sem vex úr 18 í 31 milljarð króna á milli ára. Munu þar m.a. kom til framkvæmda á þessu ári fjöldi verkefna sem áður hafði verið slegið á frest vegna þenslu í þjóðfélaginu.

Þá kynnir Framkvæmdasýsla ríkisins líka stóraukin framlög einkum til viðhalds opinberra fasteigna víða um land sem eru tilkomin sem mótvægisaðgerð vegna niðurskurðar þorskkvóta. Aukast framlögum Framkvæmdasýslunnar úr 1.600 milljónum árið 2007 í 11.000 milljónir króna árið 2008.

Einnig má nefna kynningu á framkvæmdum Hafnarfjarðarbæjar sem nema 6,7 milljörðum króna í ár. Eru það mestu framkvæmdir sem átt hafa sér stað í 100 ára sögu bæjarins.