Gengi hlutabréfa hefur hækkað afar mikið í dag í öllum norrænu kauphöllunum.

Íslenska úrvalsvísitalan hafði hækkað um rúm 5% skömmu fyrir klukkan eitt, sú danska um tæp 6%, norska úrvalsvísitalan OBX um 8%, finnska úrvalsvísitalan um 7,4% og sú sænska um 8,4%.

Hér heima hækkaði gengi bréf Existu mest eða um 13,6%. Gengi bréfa finnska tryggingarisans Sampo hafði hækkað um 6,5% en Exista á fimmtungshlut í félaginu.

Gengi bréfa norska tryggingafélagsins Storebrand hafði hækkað um 1,6% en Kaupþing á þar 20% hlut og Exista 8-9%.