Farsímaeign landsmanna hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum, allt frá því að NMT-símar komu almennt fram í dagsljósið í öndverðum tíunda áratug liðinnar aldar og þangað til GSM-símar urðu allsráðandi.

Farsímar voru um tvö þúsund talsins árið 1994 en voru um 305 þúsund talsins í árslok 2006.

Á tímabilinu 1998-2000 fjölgaði þeim um tæp 110 þúsund stykki, eða úr 79 þúsund árið 1998 upp í 188 þúsund árið 2000.

Í lok árs 2006 var heildarfjöldi GSM áskrifta rúmlega 305 þúsund talsins, þar af fastar áskriftir rúmlega 161 þúsund og fyrirframgreidd símakort tæplega 144 þúsund talsins.

Heildarfjöldinn var hins vegar tæplega 269 þúsund árið 2004, þar af fastar áskriftir rúmlega 144 þúsund talsins og fyrirframgreidd símakort rúmlega 124.500 talsins.

Fjöldi mínútna úr farsímum fór úr um 378.000 þúsund mínútum árið 2004 í um 461.000 þúsund mínútum árið 2006.