Ríkisstjórnin hefur gefið það út að allar innistæður séu tryggðar að fullu. Óljóst er hvort það gildir einnig um innistæður á Icesavereikningum Landsbankans.

Heildarinnlán í íslenskum innlánsstofnunum námu 2.808 milljörðum króna í lok ágúst 2008, samkvæmt hagtölum Seðlabankans. Tölur fyrir stöðuna í lok september hafa ekki enn verið birtar. Ríkisstjórn Íslands sendi frá sér tilkynningu þess efnis í gærmorgun að innistæður verði tryggðar að fullu.

Tilkynningin hljóðaði svo: „Ríkisstjórn Íslands áréttar að innstæður í innlendum viðskiptabönkum og sparisjóðum og útibúum þeirra hér á landi verða tryggðar að fullu. Með innstæðum er átt við allar innstæður almennra sparifjáreigenda og fyrirtækja sem trygging innstæðudeildar Tryggingasjóðs innstæðueigenda tekur til.“

_______________________________________

Nánar er fjallað um  málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .