Í kjölfar þeirra gríðarháu lánveitinga sem gengu á milli Seðlabanka Evrópu og Landsbanka Íslands fyrir milligöngu Seðlabanka Lúxemborgar og útibús Landsbankans í Lúxemborg hefur heimildin sem þar var byggt á komið til endurskoðunar.

Samkvæmt upplýsingum Viðskiptablaðsins liggur nú fyrir frumvarp frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um að afnema þá undanþágu sem þar lá til grundvallar.

Hvort sem það er tilviljun eða ekki kom frumvarp þar um fram í október síðastliðnum, skömmu eftir fall bankanna.

Ekki er vitað nákvæmlega hvernig þessar lánveitingar komu til en heimildarmenn blaðsins benda á að Fjármálaeftirlit Lúxemborgar (CSSF), Fjármálaeftirlit Íslands (FME), Seðlabanki Lúxemborgar (BCL) og Seðlabanki Íslands hefðu átt að vita í þó nokkurn tíma að það væri ekki góð hugmynd að lána Landsbanka Lúxemborgar 2.000 milljónir evra svo að hann gæti lánað það áfram til Landsbankans á Íslandi.

_____________________________

Viðskiptablaðið heldur áfram umfjöllun sinni um starfssemi Landsbankans í Lúxemborg í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .