Fjölmiðla- og afþreyingarsamsteypan Time Warner Inc. Tapaði gríðarlegum upphæðum á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Nemur nettó tapið 16,03 milljörðum dollara, eða 4,47 dollurum á hlut samkvæmt frétt RTTNews fréttaveitunnar.     Er þetta mikill viðsnúningur frá fyrra ári því að á sama tímabili 2007 sýndi samsteypan gróða upp á 1.03 milljarða dollara, eða 0,28 dollara á hlut. Times Warner býst við að tekjur ársins 2009 verði svipaðar og í fyrra sem er langt undir væntingum markaðarins.   Af 16.03 milljarða dollara tapi Time Warner samsteypunnar nemur tapið hjá Time Warner Cable (TWC) einu og sér um 8,16 milljarðar dollara eða 8,36 dollurum á hlut. TWC státaði aftur á móti af 327 milljóna dollara hagnaði á fjórða ársfjórðungi 2007.