Hagvöxtur í Þýskalandi mældist 2,2% á 2. ársfjórðungi.  Er þetta mesti hagvöxtur sem mælst hefur frá árinu 1990, þegar Austur og Vestur Þýskaland runnu saman í eitt.  Búist hafði verið við 1,4% vexti.  Sérfræðingar gera ráð fyrir allt að 3% hagvexti á árinu.

MIkil eftirspurn eftir þýskum vörum erlendis frá er ástæða hagvaxtarins.  Hagvöxtur mælist nú alls staðar á evrusvæðinu, nema í Grikklandi.