Íslenska hagkerfið er á miklu skriði um þessar mundir en vöxtur landsframleiðslunnar ? hagvöxtur ? nam 6,4% milli annars ársfjórðungs á þessu ári frá sama tímabili í fyrra. Þetta er mun meiri vöxtur en verið hefur að undanförnu og þarf að leita aftur til fyrsta ársfjórðungs áranna 2001 og 2000 til að finna meiri vöxt.

Það sem helst skýrir þennan vöxt milli ára er aukin einkaneysla og fjárfesting en einkaneyslan jókst um 6,5% en fjárfesting um 21%. Þjóðarútgjöldin sem er samtala einkaneyslu, samneyslu og fjárfestingar jókst um 8,7%. Samneyslan jókst töluvert minna en einkaneysla eða um 2,2%. Innflutningur jókst um 12,9% eða 6,7 milljarða króna en útflutningur um 7,4% eða 3,4 milljarðar króna. Vöruskiptahallinn á tímabilinu nam því 3,3 milljörðum króna.