Sprotafyrirtækið GRID, sem tryggði sér 1,6 milljarða fjármögnun í ágúst, hefur síðan þá rétt tæplega tvöfaldað starfsmannafjöldann úr 13 í 25.

Þjónusta GRID – sem hjálpar notendum töflureikna að miðla upplýsingum á sem hreinlegastan, þægilegastan og skilvirkastan hátt – verður formlega sett á markað í næsta mánuði, en hingað til hefur hún verið í þróun og forprófun.

Hjálmar Gíslason frumkvöðull stofnaði GRID árið 2018, en síðan þá hefur félagið stækkað ört og fengið alls á þriðja milljarð króna í fjármögnun.