Mikil lækkun hefur verið á hlutabréfamarkaði í Kauphöll Íslands í dag. Gengi í bréfum allra fyrirtækja hafa lækkað í verði. Gengi bréfa Vodafone hefur fallið um 2,78% í veltu upp á 59 milljónir króna.

Þá hefur gengi bréfa Marel fallið um 2,61% í 177 milljóna króna viðskiptum, gengi bréfa Haga fallið um 2,51% í 274 milljóna króna viðskiptum og bréf Regins lækkað um 1,83% í 106 milljóna króna viðskiptum.

Eins og oft áður er mest velta með bréf í Icelandair og hefur gengi bréfanna lækkað um 1,36% í 560 milljóna króna viðskptum