Bresk-íslenska frumkvöðlafyrirtækið Takumi, sem um þessar mundir er með starfsemi í Bretlandi, var á dögunum boðið ásamt hóp af framúrskarandi breskum frumkvöðlafyrirtækjum til Bandaríkjanna í boði London and Partners sem er fyriræki á vegum borgarstjórans í London. Um er að ræða viku af fyrirfram skipulögðum viðburðum með það að markmiði að koma breskum nýsköpunarfyrirtækjunum á framfæri í Bandaríkjunum og í samband við áhrifamikla aðila í viðskiptaheiminum.

Guðmundur Eggertsson segir að þrátt fyrir markmið ferðarinnar hafi verið að koma fyrirtækjum á borð við Takumi á framfæri þá sé augljóst að fleira liggi þó að baki hjá borgaryfirvöldum í London sem um þessar mundir reyna sem þau geta að bregðast við yfirvofandi útgöngu Breta úr ESB.

Áður hefur verið fjallað um Takumi i Viðskiptablaðinu en fyrirtækið leiðir saman svokallaða áhrifavalda á samfélagsmiðlum (e. Influencers,), þ.e. einstaklinga sem eru með yfir 1.000 fylgjendur á Instagram,  og fyrirtæki sem eru að leita eftir því að koma vörum sínum á framfæri. Fyrirtækið sem stofnað er af Jökli Sólberg Auðunssyni, Guðmundi Eggertssyni og Mats Stigzelius,  hefur átt mikilli velgengni að fagna síðan það kom á markað í London í nóvember í fyrra, en Guðmundur fór fyrir hönd fyrirtækisins til Bandaríkjanna.

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð . Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Fjallað er um nýja tækni sem gerir fólki kleift að opna hótelherbergi með snjallsímum.
  • Sala Ölgerðarinnar er tekin fyrir.
  • Endurskoðendur áhyggjufullir yfir flýtingu álagningar lögaðila.
  • Gott gengi kauphalla á Norðurlöndunum.
  • Samstarfsnet Landsbankans við erlenda eignastýringaaðila innan fjármagnshafta.
  • Rýnt er stöðu Íslandspósts á samkeppnismarkaði.
  • Efnahagslíf Þýskalands er grandskoðað.
  • Pálmar Óli Magnússon forstjóri Samskipa er í ítarlegu viðtali.
  • Fjallað er um inntöku Orra Vigfússonar í frægðarhöll veiðimanna.
  • Dásemdarlandið Kanada tekið fyrir.
  • Rætt er við unga hugbúnaðarjötna sem stofnuðu nýverið fyrirtæki.
  • Viðtal við Maríu Hrund Marínósdóttir, nýjan markaðsstjóra Strætó.
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs, sem fjallar um Pírata.
  • Óðinn skrifar um Samherja og Seðlabankann.